„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 08:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Getty „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00