„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 08:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Getty „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00