Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 08:54 Vladímír Pútín með XI Jinping, forseta Kína, þegar þeir hittust örfáum vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á fundinum ítrekuðu þeir vinasamband ríkjanna. AP/Alexei Druzhinin/Spútnik Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá. Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá.
Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent