Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 07:21 Eldsneytið kom frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Aðsent Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna. Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Fjallað hefur verið um ólykt í Hafnarfirði síðustu mánuði hér á Vísi. Íbúar kvörtuðu yfir lyktinni og sögðust finna fyrir höfuðverk og ógleði vegna hennar. Lyktin barst hjá fjölmörgum upp úr niðurföllum og sturtubotnum og dreifði sér þannig um hús og íbúðir fólks. Fyrir einum og hálfum mánuði kom í ljós að bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco hafi valdið ólyktinni. Í ljós kom að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að en ekkert mátti finna um það í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi Costco. Nú er komið í ljós að um 110 þúsund lítrar af dísilolíu hafi runnið úr hreinsistöðinni, í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og endað úti í sjó. Í samtali við fréttablaðið segir Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, að það sé mildi að uppgufun á heimilum hafi ekki leitt til alvarlegs heilsutjóns. Þó sé um að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys. Áhrifin á lífríkið í sjónum eru sennilega ekki mikil en á næstunni verða sýni tekin af sjávarbotninum til greiningar. Lítrinn af dísilolíu í Costco kostar 302,7 krónur. 110 þúsund lítrar eru því virði rúmlega 33 milljóna króna.
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05