Lagði til frumlega leið til að draga úr upplýsingaóreiðu Snorri Másson skrifar 28. febrúar 2023 08:26 Jakob Birgisson grínisti lagði orð í belg í Íslandi í dag á miðvikudaginn var um þau alvarlegu tíðindi að verðbólguvæntingar fari þrátt fyrir alla viðleitni Seðlabankans enn versnandi. Bent var á mögulega upplýsingaóreiðu á vegum stjórnvalda, en á vef Stjórnarráðsins mátti á dögunum lesa að 450 milljarða króna útgjöld ríkisins í mótvægisaðgerðir í heimsfaraldrinum hafi „rutt brautina fyrir efnahagsbata“ sem var sagður hafa hafist 2021. Ríkið þarf að leggja sitt af mörkum til að draga úr hvort tveggja upplýsingaóreiðu og verðbólgu að sögn Jakobs Birgissonar grínista.Vísir/Egill Spurt var hvaða efnahagsbati það væri, að búa við mjög illviðráðanlega verðbólgu sem hlyti einmitt öðrum þræði að skýrast af umræddum sögulegum útgjöldum hins opinbera, sem prentaði peninga eins og aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað einhver útfærsla á orðalagi. Fallega orðað - og skemmtilegt,“ segir Jakob - en hér duga ekki orðin tóm. Jakob lagði til aðgerðir sem ríkisvaldið gæti strax ráðist í til að bæði draga úr hamslausum ríkisútgjöldunum og upplýsingaóreiðu. „Það sem væri sniðugast að gera væri að byrja á að reka alla aðstoðarmenn ráðherra. Bara reka þá alla, af því að þeir eru að valda upplýsingaóreiðunni. Ég held að þeir skipti annars engu máli. Reka þá. Og síðan alla upplýsingafulltrúa og fjölmiðlafulltrúa í ráðuneytunum,“ segir Jakob. Þetta væri skref gegn verðbólgunni. Þess virði að prófa, að sögn Jakobs. Verðlag Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Ísland í dag Tengdar fréttir Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56 Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Bent var á mögulega upplýsingaóreiðu á vegum stjórnvalda, en á vef Stjórnarráðsins mátti á dögunum lesa að 450 milljarða króna útgjöld ríkisins í mótvægisaðgerðir í heimsfaraldrinum hafi „rutt brautina fyrir efnahagsbata“ sem var sagður hafa hafist 2021. Ríkið þarf að leggja sitt af mörkum til að draga úr hvort tveggja upplýsingaóreiðu og verðbólgu að sögn Jakobs Birgissonar grínista.Vísir/Egill Spurt var hvaða efnahagsbati það væri, að búa við mjög illviðráðanlega verðbólgu sem hlyti einmitt öðrum þræði að skýrast af umræddum sögulegum útgjöldum hins opinbera, sem prentaði peninga eins og aldrei fyrr. „Þetta er auðvitað einhver útfærsla á orðalagi. Fallega orðað - og skemmtilegt,“ segir Jakob - en hér duga ekki orðin tóm. Jakob lagði til aðgerðir sem ríkisvaldið gæti strax ráðist í til að bæði draga úr hamslausum ríkisútgjöldunum og upplýsingaóreiðu. „Það sem væri sniðugast að gera væri að byrja á að reka alla aðstoðarmenn ráðherra. Bara reka þá alla, af því að þeir eru að valda upplýsingaóreiðunni. Ég held að þeir skipti annars engu máli. Reka þá. Og síðan alla upplýsingafulltrúa og fjölmiðlafulltrúa í ráðuneytunum,“ segir Jakob. Þetta væri skref gegn verðbólgunni. Þess virði að prófa, að sögn Jakobs.
Verðlag Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Ísland í dag Tengdar fréttir Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56 Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug. 22. febrúar 2023 08:56
Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. 9. febrúar 2023 12:08