Boða ekki til frekari verkfalla Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 11:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Umræddar verkfallsaðgerðir áttu að hefjast á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar. Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar halda áfram og félagsmenn Eflingar hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu eru áfram í verkfalli. „Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu á vef Eflingar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífisins samþykktu með afgerandi meirihluta verkbann á félagsmenn Eflingar, sem hefjast á þann 2. mars. Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88 prósent. Efling boðaði til mótmæla í dag vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00 Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33
Boða til mótmæla gegn verkbanni og „dugleysi stjórnvalda“ Efling hefur boðað til mótmæla á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins og þess sem kallað er dugleysi stjórnvalda á vef Eflingar. 22. febrúar 2023 23:00
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04