Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 10:01 Guðmundur Guðmundsson með Ólafi Stefánssyni og heldur um silfrið sem íslenska landsliðið vann undir hans stjórn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. Þetta var frekar súr endir á störfum Guðmundar fyrir landsliðið en hann lék sjálfur 230 landsleiki og hefur nú þjálfað íslenska liðið með hléum í samtals tólf ár. Guðmundur er líka langbesti þjálfari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Það fer ekkert á milli mála þegar árangur liðsins undir hans stjórn er skoðaður betur. Enginn annar þjálfari hefur unnið verðlaun á stórmóti og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum. Hér fyrir neðan má sjá einhver af metunum sem Guðmundur Guðmundsson á. Guðmundur Guðmundsson kappsamur á hliðarlínu íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur hefur unnið jafnmarga leiki með landsliðsþjálfari Íslands á stórmótum og næstu sex þjálfarar á listanum hafa unnið samanlagt. Ef við leggjum saman sigurleiki landsliðsþjálfaranna Bogdans Kowalczyk, Þorbjörns Jenssonar, Arons Kristjánssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar, Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar þá fáum við fjölda sigurleikja landliðsins undir stjórn Guðmundar. Eina metið sem Guðmundur á ekki er besti árangur þjálfara á heimsmeistaramóti en það hefur verið í eigu Þorbjarnar Jenssonar frá 1997 og er enn. Íslenska landsliðið endaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar á HM í Kumamoto 1997. Einu verðlaun Íslands á stórmótum unnust undir stjórn Guðmundar, fyrst Ólympíusilfur í Peking 2008 og svo brons á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. Einu önnur verðlaun íslenska landsliðsins unnust á B-keppninni í Frakklandi 1989 þegar Guðmundur var leikmaður og Bogdan Kowalczyk þjálfaði liðið. Íslenska liðið vann gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í París en þetta var undankeppni heimsmeistaramótsins í Tékkóslóvakíu 1990. B-keppnirnar teljast ekki sem stórmót enda um undankeppni stórmóts að ræða en þær lögðust af eftir að Evrópumeistaramótið var búið til á tíunda áratugnum. Guðmundur Guðmundsson með Snorra Steini Guðjónssyni á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Vísir/Vilhelm Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson Getty/Jan Christensen Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Þetta var frekar súr endir á störfum Guðmundar fyrir landsliðið en hann lék sjálfur 230 landsleiki og hefur nú þjálfað íslenska liðið með hléum í samtals tólf ár. Guðmundur er líka langbesti þjálfari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Það fer ekkert á milli mála þegar árangur liðsins undir hans stjórn er skoðaður betur. Enginn annar þjálfari hefur unnið verðlaun á stórmóti og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum. Hér fyrir neðan má sjá einhver af metunum sem Guðmundur Guðmundsson á. Guðmundur Guðmundsson kappsamur á hliðarlínu íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur hefur unnið jafnmarga leiki með landsliðsþjálfari Íslands á stórmótum og næstu sex þjálfarar á listanum hafa unnið samanlagt. Ef við leggjum saman sigurleiki landsliðsþjálfaranna Bogdans Kowalczyk, Þorbjörns Jenssonar, Arons Kristjánssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar, Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar þá fáum við fjölda sigurleikja landliðsins undir stjórn Guðmundar. Eina metið sem Guðmundur á ekki er besti árangur þjálfara á heimsmeistaramóti en það hefur verið í eigu Þorbjarnar Jenssonar frá 1997 og er enn. Íslenska landsliðið endaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar á HM í Kumamoto 1997. Einu verðlaun Íslands á stórmótum unnust undir stjórn Guðmundar, fyrst Ólympíusilfur í Peking 2008 og svo brons á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. Einu önnur verðlaun íslenska landsliðsins unnust á B-keppninni í Frakklandi 1989 þegar Guðmundur var leikmaður og Bogdan Kowalczyk þjálfaði liðið. Íslenska liðið vann gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í París en þetta var undankeppni heimsmeistaramótsins í Tékkóslóvakíu 1990. B-keppnirnar teljast ekki sem stórmót enda um undankeppni stórmóts að ræða en þær lögðust af eftir að Evrópumeistaramótið var búið til á tíunda áratugnum. Guðmundur Guðmundsson með Snorra Steini Guðjónssyni á Ólympíuleikunum í Peking 2008.Vísir/Vilhelm Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson Getty/Jan Christensen Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson
Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum: 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson - Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum: 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk - Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum: 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson - Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum: 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson
Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum: 49 - Guðmundur Guðmundsson 10 - Bogdan Kowalczyk 10 - Þorbjörn Jensson 10 - Aron Kristjánsson 9 - Þorbergur Aðalsteinsson 6 - Alfreð Gíslason 4 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum: 11 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Bogdan Kowalczyk 3 - Þorbergur Aðalsteinsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum: 18 - Guðmundur Guðmundsson 5 - Aron Kristjánsson 2 - Alfreð Gíslason 2 - Viggó Sigurðsson - Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum: 20 - Guðmundur Guðmundsson 9 - Þorbjörn Jensson 6 - Þorbergur Aðalsteinsson 5 - Bogdan Kowalczyk 5 - Aron Kristjánsson
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00
„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15