Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 06:20 Mats Löfving, lögreglustjóri í Stokkhólmi og á Gotlandi og staðgengill ríkislögreglustjóra, er lengst til hægri á myndinni. EPA Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. „Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær. Svíþjóð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
„Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær.
Svíþjóð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira