Segir verkbann til marks um sturlun Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. febrúar 2023 16:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. Sólveig Anna segir meðvitaða ákvörðun hafa verið tekna um að fresta boðun verkfalls þann 28. febrúar. „Við tókum þá ákvörðun að bíða og sjá hver niðurstaða atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um verkbann yrði. Meta svo stöðuna, samninganefnd Eflingar fundar í kvöld til að gera það. Ef verkbann er samþykkt þá hefst það um svipað leiti og þessi þriðja lota hefði átt að hefjast. Þá dregst auðvitað upp sú mynd að þau áhrif sem áhrif verkfalla er ætlað að ná fram, minnka verulega. Þannig að við metum stöðuna og sjáum hvað við viljum gera hér í kvöld,“ sagði Sólveig Anna í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann. Til marks um sturlun Aðspurð hvort að mögulega verði ekkert úr verkfallsaðgerðum Eflingar, verði verkbann ótímabundið segir Sólveig Anna að ef Samtök atvinnulífsins komast að þeirri niðurstöðu að þau ætli að setja verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, ótímabundið, þá sé það til marks um sturlun. „Og þá held ég að það sé ekki á endanum stærsta vandamálið sem við eða þetta samfélag stöndum frammi fyrir, hvort það náist samningar eða ekki. Vegna þess að þá erum við með auðvald sem að hefur sýnt að það hefur slitið sig frá samfélaginu, ætlar ekki að lifa innan siðferðismarka hér. Þá vona ég að ekki bara Efling hugsi sig um, ekki bara einu sinni eða tvisvar, um hvað sé mögulega hægt að gera til að tjónka við fólk sem hagar sér með slíkum hætti.“ Hún segir félagsfólk standa á bakvið sig og niðurstöður verkfallsboðunar sýni að fólk er tilbúið að fylgja stefnu forystu Eflingar. „Staðreyndin er auðvitað sú að það eina sem við höfum verið að reyna að gera er að reyna að ná kjarasamningum fyrir Eflingarfólk. Það er okkar skylda, við höfum verið að berjast, en viðsemjendur okkar, Samtök atvinnulífsins, hafa núna síðan í nóvember, neitað að gera við okkur kjarasamning. Ég held að sú mynd að sem dregst nú upp fyrir Eflingarfólki og öðrum, er að Samtök atvinnulífsins geta ekki, vilja ekki sinna sínum skyldum gagnvart sínum stærsta viðsemjanda.“ Hvaða ályktun fólk vill draga að því vill ég ekki segja til um, en ég veit að félagsfólki Eflingar er ekki bara misboðið heldur nóg boðið. Stjórnvöld ættu að beina orðum sínum til Samtaka atvinnulífsins Varðandi skilaboð frá stjórnvöldum um ábyrgð deiluaðila um að komast að niðurstöðu segir Sólveig samninganefnd Eflingar hafa farið mjög lausnamiðuð á fundi og fært sig enn nær Samtökum atvinnulífsins. Stjórnvöld ættu því að beina orðum sínum til þeirra. „Við féllum frá sérstakri framfærsluuppbót, vorum að vinna allar okkar hugmyndir innan ramma kostnaðar Samtaka atvinnulífsins, engu að síður stoði SA upp frá þessu samningsborði og gengu burt. Ef stjórnvöld ættu að beina orðum sínum eitthvað, þá að sjálfsögðu eiga þau að beina þeim til Samtaka atvinnulífsins, því að þeirra er ábyrgðin. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum og það er augljóst að það eru Samtök atvinnulífsins sem að vilja ekki gera það.“ Sólveig segir ljóst að ef Samtök atvinnulífsins ætli að senda tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar muni mikið upplausnarástand skapast.Vísir/Vilhelm Upplausnarástand muni skapast Varðandi hvaða leiðir hún sjái út úr deilunni á þessum tímapunkti segir Sólveig ljóst að ef Samtök atvinnulífsins ætli að senda tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar muni mikið upplausnarástand skapast. „Fyrir einhverju síðan hefði ég sagt hið augljósa, að við leysum þessa deilu með því að Efling og Samtök atvinnulífsins geri kjarasamning.“ Hún segir að það sé hinsvegar öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilja ekki og ætla ekki að gera kjarasamning við Eflingu. „Þetta ólögmæta verkbann sem samtökin ætla sér að setja á er náttúrulega gert til þess að knýja stjórnvöld til að setja lög á deiluna. Hvort það gerist veit ég ekki. Það er enn þá settur ríkissáttasemjari í þessari deilu, hvað hann ætlar sér að gera verður að koma í ljós,“ segir Sólveig. Telur þú að hann muni vísa ákvörðun Landsréttar um síðustu tillögu um síðustu miðlögunartillögu ríkissáttasemjara til Hæstaréttar? „Ég rétt vona ekki, það var gert samkomulag um að það yrði ekki gert. Ætli menn sér að ganga á bak þess væri það auðvitað mikið óþokkabragð." Hver yrði framhaldið af ykkar hálfu ef það yrði gert? „Eins og ég segi, ef menn ætla sér að vera svo óheiðarlegir að þeir taki samkomulag sem sannarlega var gert, með aðkomu lögmanna, og kasti því í ruslið, þá auðvitað bara metum við stöðuna ef það teiknast upp." Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Sér ekki leið út úr deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna. 21. febrúar 2023 20:39 Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert 21. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Sólveig Anna segir meðvitaða ákvörðun hafa verið tekna um að fresta boðun verkfalls þann 28. febrúar. „Við tókum þá ákvörðun að bíða og sjá hver niðurstaða atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um verkbann yrði. Meta svo stöðuna, samninganefnd Eflingar fundar í kvöld til að gera það. Ef verkbann er samþykkt þá hefst það um svipað leiti og þessi þriðja lota hefði átt að hefjast. Þá dregst auðvitað upp sú mynd að þau áhrif sem áhrif verkfalla er ætlað að ná fram, minnka verulega. Þannig að við metum stöðuna og sjáum hvað við viljum gera hér í kvöld,“ sagði Sólveig Anna í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann. Til marks um sturlun Aðspurð hvort að mögulega verði ekkert úr verkfallsaðgerðum Eflingar, verði verkbann ótímabundið segir Sólveig Anna að ef Samtök atvinnulífsins komast að þeirri niðurstöðu að þau ætli að setja verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, ótímabundið, þá sé það til marks um sturlun. „Og þá held ég að það sé ekki á endanum stærsta vandamálið sem við eða þetta samfélag stöndum frammi fyrir, hvort það náist samningar eða ekki. Vegna þess að þá erum við með auðvald sem að hefur sýnt að það hefur slitið sig frá samfélaginu, ætlar ekki að lifa innan siðferðismarka hér. Þá vona ég að ekki bara Efling hugsi sig um, ekki bara einu sinni eða tvisvar, um hvað sé mögulega hægt að gera til að tjónka við fólk sem hagar sér með slíkum hætti.“ Hún segir félagsfólk standa á bakvið sig og niðurstöður verkfallsboðunar sýni að fólk er tilbúið að fylgja stefnu forystu Eflingar. „Staðreyndin er auðvitað sú að það eina sem við höfum verið að reyna að gera er að reyna að ná kjarasamningum fyrir Eflingarfólk. Það er okkar skylda, við höfum verið að berjast, en viðsemjendur okkar, Samtök atvinnulífsins, hafa núna síðan í nóvember, neitað að gera við okkur kjarasamning. Ég held að sú mynd að sem dregst nú upp fyrir Eflingarfólki og öðrum, er að Samtök atvinnulífsins geta ekki, vilja ekki sinna sínum skyldum gagnvart sínum stærsta viðsemjanda.“ Hvaða ályktun fólk vill draga að því vill ég ekki segja til um, en ég veit að félagsfólki Eflingar er ekki bara misboðið heldur nóg boðið. Stjórnvöld ættu að beina orðum sínum til Samtaka atvinnulífsins Varðandi skilaboð frá stjórnvöldum um ábyrgð deiluaðila um að komast að niðurstöðu segir Sólveig samninganefnd Eflingar hafa farið mjög lausnamiðuð á fundi og fært sig enn nær Samtökum atvinnulífsins. Stjórnvöld ættu því að beina orðum sínum til þeirra. „Við féllum frá sérstakri framfærsluuppbót, vorum að vinna allar okkar hugmyndir innan ramma kostnaðar Samtaka atvinnulífsins, engu að síður stoði SA upp frá þessu samningsborði og gengu burt. Ef stjórnvöld ættu að beina orðum sínum eitthvað, þá að sjálfsögðu eiga þau að beina þeim til Samtaka atvinnulífsins, því að þeirra er ábyrgðin. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum og það er augljóst að það eru Samtök atvinnulífsins sem að vilja ekki gera það.“ Sólveig segir ljóst að ef Samtök atvinnulífsins ætli að senda tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar muni mikið upplausnarástand skapast.Vísir/Vilhelm Upplausnarástand muni skapast Varðandi hvaða leiðir hún sjái út úr deilunni á þessum tímapunkti segir Sólveig ljóst að ef Samtök atvinnulífsins ætli að senda tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar muni mikið upplausnarástand skapast. „Fyrir einhverju síðan hefði ég sagt hið augljósa, að við leysum þessa deilu með því að Efling og Samtök atvinnulífsins geri kjarasamning.“ Hún segir að það sé hinsvegar öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilja ekki og ætla ekki að gera kjarasamning við Eflingu. „Þetta ólögmæta verkbann sem samtökin ætla sér að setja á er náttúrulega gert til þess að knýja stjórnvöld til að setja lög á deiluna. Hvort það gerist veit ég ekki. Það er enn þá settur ríkissáttasemjari í þessari deilu, hvað hann ætlar sér að gera verður að koma í ljós,“ segir Sólveig. Telur þú að hann muni vísa ákvörðun Landsréttar um síðustu tillögu um síðustu miðlögunartillögu ríkissáttasemjara til Hæstaréttar? „Ég rétt vona ekki, það var gert samkomulag um að það yrði ekki gert. Ætli menn sér að ganga á bak þess væri það auðvitað mikið óþokkabragð." Hver yrði framhaldið af ykkar hálfu ef það yrði gert? „Eins og ég segi, ef menn ætla sér að vera svo óheiðarlegir að þeir taki samkomulag sem sannarlega var gert, með aðkomu lögmanna, og kasti því í ruslið, þá auðvitað bara metum við stöðuna ef það teiknast upp."
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Sér ekki leið út úr deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna. 21. febrúar 2023 20:39 Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert 21. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31
Sér ekki leið út úr deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna. 21. febrúar 2023 20:39
Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert 21. febrúar 2023 14:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent