Handtökur á Vesturbakkanum enduðu með blóðbaði Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 15:46 Palestínumaður bendir til ísraelskra herflutningabifreiða á vettvangi rassíunnar í Nablus í dag. AP/Majdi Mohammed Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga. Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ísraelsher sagðist hafa ráðist til atlögu í Nablus til þess að handtaka þrjá eftirlýsta vígamenn sem eru grunaðir um skotárásir á Vesturbakkanum, þar á meðal dráp á ísraelskum hermanni í fyrra. Yfirleitt gerir herinn rassíur af þessu tagi á næturnar til þess að draga úr hættu á mannfalli óbreyttra borgara. Í þessu tilfelli segist herinn hafa nýtt sér tækifærið eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um hvar mennirnir héldu sig. Hermenn umkringdu bygginguna og kröfðust þess að mennirnir gæfu sig fram. Þeir svöruðu með kúlnahríð. Talsmaður hersins segir að einn þeirra hafi verið skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja. Eldflaugum hafi síðan verið skotið á bygginguna sem hrundi til grunna. Hinir mennirnir tveir létust þá. Vopnaðir menn eru sagðir hafa skotið á hermennina sem svöruðu fyrir sig. AP-fréttastofan segir að upptökur úr öryggismyndavél sýni tvo unga og óvopnaða menn sem virðist hafa verið skotnir til bana. Talsmaður Ísraelshers segir myndbandið til skoðunar. Vaxandi spenna Bardaginn er sagður einn sá blóðugasti í skærum sem hafa staðið yfir á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem í tæpt ár. Karlmaður á áttræðisaldri er á meðal þeirra látnu og 102 særðir, að sögn palestínskra yfirvalda. Rassía Ísraelshers þar sem tíu vígamenn voru felldir í síðasta mánuði varð tilefni að mannskæðri árás Palestínumans fyrir utan bænahús gyðinga í Jerúsalem. Hamas-samtökin segja að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist enn frekar vegna fyrirætlana ríkisstjórna Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um enn frekari landtökubyggðir á landsvæðum Palestínumanna. Samtök landtökumanna segja að ríkisstjórnin hafi nú samþykkt nærri því tvö þúsund nýjar íbúðir á landtökubyggðum á Vesturbakkanum.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05 Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. 27. janúar 2023 11:05
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28