Fær símtöl með „hálfgerðum hótunum“ vegna meintra svika við Eflingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:58 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að sér hafi borist símtöl með hálfgerðum hótunum eftir að sambandið skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og nú og biðlar til stillingar. Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira