Fær símtöl með „hálfgerðum hótunum“ vegna meintra svika við Eflingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:58 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að sér hafi borist símtöl með hálfgerðum hótunum eftir að sambandið skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og nú og biðlar til stillingar. Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent