Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Hún skorar á ráðherra að setja lög um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Málefni heimilislausra og skortur á úrræðum hefur verið til umræðu en í kvöldfréttum sjáum við einnig brot úr fréttaskýringaþættinum Kompás, sem verður sýndur eftir fréttir. Þar fáum við innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnumst þeim Maríönnu og Ragnari sem búa í neyðarskýlum borgarinnar.
Þá sjáum við einnig glænýja fylgiskönnun Maskínu og kíkjum á Reykjavíkurflugvöll – þar sem hafa verið óvenjulega miklar annir vegna veðurs og verkfalla. Svo verðum við í beinni með mögulegum Íslandsmeistara í bolluáti.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.