Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira