Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:01 Kjaradeila SA og Eflingar er í algjörum hnút. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lítur nú í áttina til stjórnvalda. Vísir Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór.
„Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira