Tiana meidd í mark og vann: „Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 11:28 Tiana Ósk Whitworth og Birna Kristín Kristjánsdóttir lentu í 1. og 2. sæti í 60 metra hlaupinu á MÍ í Laugardalshöll um helgina. FRÍ „Þetta gerðist þegar það voru nokkrir metrar eftir af hlaupinu, þegar ég var að teygja mig yfir marklínuna. Svo fann ég hvernig það helltist yfir mig verkur,“ segir Tiana Ósk Whitworth sem upplifði gleði og sorg á sama augnabliki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“ Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Tiana hefur ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, liðsfélaga sínum úr ÍR, verið önnur af fljótustu konum landsins síðustu ár. Þegar hún var alveg að komast í mark í 60 metra hlaupi í Laugardalshöllinni á laugardag meiddist hún framan í læri. Tiana náði engu að síður að komast í mark, og verða Íslandsmeistari, en lagðist svo strax niður og greip um lærið. „Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Þetta var búið að vera gott hlaup og mér leið mjög vel í líkamanum fyrir hlaupið. Svo bara alveg í síðasta skrefinu fann ég eitthvað smella í fætinum, og það fylgdi því rosalegur verkur sem skaust upp fótinn. Ég lét mig bara detta því ég gat ekki tekið annað skref í fótinn, og það var svo farið með mig upp á spítala til að kanna hvað þetta væri,“ segir Tiana í samtali við Vísi í dag. Þrátt fyrir að meiðast kom Tiana í mark á 7,62 sekúndum, eða 5/100 úr sekúndu á undan Birnu Kristínu Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk svo brons á 7,72 sekúndum. Guðbjörg Jóna keppti ekki en varð svo Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi í gær, í fjarveru Tiönu. Tiana Ósk Whitworth komin af stað í 60 metra hlaupinu sem hún vann á laugardag, þrátt fyrir að meiðast í lok hlaups.FRÍ Tiana fór í myndatöku á spítalanum en bíður þess enn að vita hvort að hún muni geta keppt í sumar eða hvort að meiðslin séu svo alvarleg að hún þurfi að horfa til næsta árs. „Líklega var þetta slæm tognun. Ég þarf að fara aftur í myndatöku til að kanna hvort þetta sé alvarlegra, hvort að vöðvinn sé rifinn, en auðvitað vona ég að það sé ekki staðan. Ég vona að þetta sé bara tognun og að það sé þá minni tími sem fer í að jafna sig. Maður reynir auðvitað að horfa jákvætt á þetta og ég ætla ekkert að útiloka sumarið enn þá, en það kemur betur í ljós á næstu dögum hversu slæmt þetta er,“ segir Tiana. „Vonandi á maður enn séns á sumrinu“ „Ég hef verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðustu ár en þetta var framan í læri, sem kom svolítið á óvart. Sá vöðvi hefur ekki valdið mér neinum óþægindum hingað til en þetta gæti auðvitað tengst eitthvað,“ segir Tiana sem var mikið frá keppni á árunum 2019 til 2021 vegna meiðsla aftan í læri en átti fínt tímabil í fyrra. „Þetta innanhústímabil átti að vera til þess að sjá hvar ég stend og meta líkamsástandið. Ég var aðallega að setja stefnuna á sumarið. Þessi meiðsli setja strik í reikninginn en vonandi á maður enn séns á sumrinu. Ef ekki þá bara verður þetta að vera góður tími til að ná enn betri æfingum og koma sterkari til baka á næsta ári.“
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira