Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:33 Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt.“ Aðsend „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“ Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent