Ísland á „grafalvarlegum stað“ eftir tvær vikur af verkföllum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 20:33 Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Ívar Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir það gríðarleg vonbrigði að verkfall hefjist aftur í nótt. Á föstudaginn og laugardag hefði tónninn í deiluaðilum verið jákvæður og hann var vongóður um að deilan myndi leysast. „Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira