Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að úrræðið sé í boði því það liðki fyrir átta mánaða púsluspili sem framundan er.
Öryggismálin eru í hugum margra eftir að áfangaheimili brann á föstudag. Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Lögbundið eftirlit með úrræðum á vegum einkaaðila er ekkert.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.