Viðræðum slitið án samnings: Efling segir SA hafa siglt viðræðunum í strand Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 17:12 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi bílstjórum og hótelstarfsfólki skilaboð í dag og sagði þeim að undirbúa sig fyrir verkfall. Vísir/Vilhelm Viðræðum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið. Verkfall hefst aftur í kvöld en samninganefnd Eflingar sakar SA um að sigla viðræðunum í strand. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33
„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55