Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 20:12 Starfsmaður sambýlis hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa sent myndskeið af vistmanni handleika kynfæri sín á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira