Samninganefndir hafa fundað stíft í allan dag en fundi var frestað rétt í þessu. Hafist verður handa aftur á slaginu 10 í fyrramálið.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, ræddi við fréttamenn að loknum fundi. Hann segir vinnu dagsins aðallega hafa snúið að því að fara yfir forsendur samningsaðila að hugmyndum þeirra að breytingum á kjarasamningum. Viðtal við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Að loknum fundi dagsins séu komnar forsendur til að hefja eiginlegar viðræður um gerð kjarasamnings. Byrjað sé að skoða hugsanlegar launatöflur og hluti sem skipta máli.
Bannar aðilum að ræða við fjölmiðla
Ástráður hefur mælst til þess við forsvarsmenn Eflingar og SA að þeir ræði gerð samninga opinberlega. „Það er til þess fallið að skapa ágreining,“ segir hann.