Öryggisvörður sem njósnaði fyrir Rússa leiddur í gildru Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 13:39 David Ballantyne Smith njósnaði fyrir Rússa frá 2020 til 2021, svo vitað sé. Dómari sagðist sannfærður um að njósnirnar hefðu byrjað árið 2018. AP/Lögreglan í Lundúnum Breskur öryggisvörður í sendiráði Breta í Berlín hefur verið dæmdur í rúmlega þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Rússa. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall en sagðist ekki hafa ætlað að valda skaða. Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40