Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2023 19:00 Kristján í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í Svíþjóð núna í janúar. vísir/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður Franski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður
Franski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira