Ekki bara samviskan sem mun stöðva bensínþyrstan almenning Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 15:50 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, biðlar til fólks að virða lokanir þessara stöðva. Vísir/Vilhelm/Orkan Tvær bensínstöðvar Orkunnar eru nú lokaðar almenningi vegna verkfallsins. Forstjóri Orkunnar segir þó að nóg eldsneyti sé til sem stendur og hvetur almenning til að halda ró sinni. Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17