Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 11:13 Eyjólfur Árni mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16