„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Kjartan Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 18:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi eflingarfólks í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16