Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 15:37 Georgina hafði ýmislegt við samningaviðræðurnar að athuga. Hún vill miklu hærri launahækkun en þá sem verið sé að berjast fyrir. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32