Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 13:45 Hér er verið að fylla vel á tank á bensínstöð Olís. Vísir/Hulda Margrét Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun. Verkfall bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögunum skall á klukkan tólf á hádegi. Von er á því að bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu tæmist á næstu sólarhringum. Álag hefur verið á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu í vikunni. Borið hefur á því að fólk hafi mætt með stóra tanka og fyllt til lengri tíma. „Bent er á að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna s.s. bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu. Einnig er með öllu óheimilt að losa hvers kyns olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi og skulu þau ætíð vera geymd í traustum lekabyttum þar sem tryggt er að efnin komist ekki niður í frárennslið,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum olíuflutningsbílstjóra og upplýsinga um að almenningur og rekstraraðilar séu að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis, vill Umhverfisstofnun benda á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gilda ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfa að fylgja. Í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, kemur fram hvaða kröfur skal uppfylla við geymslu á olíuefnum. Markmið reglugerðarinnar er m.a. að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir á meðhöndlun olíuefna. Nánar á vef Umhverfisstofnunar. Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Slysavarnir Tengdar fréttir Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09 Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Verkfall bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögunum skall á klukkan tólf á hádegi. Von er á því að bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu tæmist á næstu sólarhringum. Álag hefur verið á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu í vikunni. Borið hefur á því að fólk hafi mætt með stóra tanka og fyllt til lengri tíma. „Bent er á að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna s.s. bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu. Einnig er með öllu óheimilt að losa hvers kyns olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi og skulu þau ætíð vera geymd í traustum lekabyttum þar sem tryggt er að efnin komist ekki niður í frárennslið,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum olíuflutningsbílstjóra og upplýsinga um að almenningur og rekstraraðilar séu að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis, vill Umhverfisstofnun benda á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gilda ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfa að fylgja. Í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, kemur fram hvaða kröfur skal uppfylla við geymslu á olíuefnum. Markmið reglugerðarinnar er m.a. að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir á meðhöndlun olíuefna. Nánar á vef Umhverfisstofnunar.
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Slysavarnir Tengdar fréttir Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09 Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Agalegt að fara í verkfall en finnur fyrir stuðningi Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32
Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. 15. febrúar 2023 12:09
Tankarnir byrjaðir að tæmast og allar línur rauðglóandi Þrjár bensínstöðvar N1 eru lokaðar vegna verkfallsins. Framkvæmdastjóri N1 segir að nú séu allar línur rauðglóandi hjá fyrirtækinu og að skýra þurfi hvernig aðilar með undanþágu eigi að fá eldsneyti. 15. febrúar 2023 12:07