Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 09:26 Sólveig sagði stöðuna alvarlega og að hún vildi lítið tjá sig um það hvort hún væri bjartsýn. Vísir/Vilhelm Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira