„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leik Vals gegn Benidorm í Evrópudeildinni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira