Vinnum öll saman að því að auka farsæld barna Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 17:00 Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar