Réttur barna og heimagreiðslur Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar