Héraðsdómur ómerktur vegna tölvupósta dómarans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 14:19 Landsréttur taldi að ummæli héraðsdómara gæfu ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Vísir/Egill Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný. Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs. Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs.
Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira