Reiðin kraumar í leigubílstjórum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 11:11 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Aðsend Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. „Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“ Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Segja má að það hafi verið táknrænt fyrir skeytingarleysi ráðamanna í okkar garð að við – fulltrúar stéttarfélaganna – vorum látnir hýrast úti í nepjunni utan við Ráðherrabústaðinn þegar við hugðumst koma mótmælum okkar á framfæri. Lítilsvirðing ráðamanna þar var í stíl við þann atvinnuróg sem kynt hefur verið undir gegn okkur að undanförnu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra í aðsendri grein á Vísi. Nýju lögin opni fyrir svindl og mismunun Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd og segir formaðurinn að lágmarkskjör og réttindi á vinnumarkaði megi sín minna. Með nýjum lögum ætli Íslendingar að feta í fótspor nágrannalanda, þar sem þjónusta „farveitna“ á borð við Uber og Lyft, hafi verið stórt skref aftur á bak. „Nýju lögin opna fyrir svindl og mismunum, sem meðal annars kann að birtast í miklum mun milli rekstraraðila, annars vegar einyrkja og hins vegar fyrirtækja með mikið fjármagn á bakvið sig. Fjársterkari aðilar munu hæglega geta tælt neytendur með gylliboðum á eigin kostnað með hagnað í framtíðinni að leiðarljósi. Rétt eins og farveiturnar erlendis hafa stundað; að hækka og lækka verð eftir markaðshegðun og álagstímum til að drepa niður starfsemi einyrkja.“ Óttast um öryggi almennings Leigubílstjórarnir segjast óttast um öryggi almennings. Gera þurfi kröfu um íslenskukunnáttu bílstjóra og hafa hreint sakavottorð að skilyrði. Enn megi takmarka skaðann sem löggjöfin muni óhjákvæmilega valda. „Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubifreiðastjórum eftir alla þá lítilsvirðingu sem þeim hefur verið sýnd af ráðamönnum þá er enn von – við berum enn þá von í brjósti að leitað verði til stéttarfélaga okkar um aðstoð og ráðgjöf við samningu áðurnefndrar reglugerðar – að þar verði skynsemin látin ráða för og hugað að því hvernig búa megi atvinnugreininni tryggt starfsumhverfi til framtíðar – jafnt neytendum sem bifreiðastjórum til hagsbóta. Eðli máls samkvæmt liggur mesta fagþekking á atvinnugreininni meðal leigubifreiðastjóra sjálfra og því eðlilegt að leitað sé til þeirra.“
Leigubílar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00 „Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þingmenn kusu án þekkingar – en það má bæta fyrir þær misgjörðir Svo fór illu heilli að frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var samþykkt í flýti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. 12. febrúar 2023 08:00
„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. 19. desember 2022 21:15