Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 10:39 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem gjarnan hefur verið kenndur við Subway. Icelandair Hotels Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert. Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að Beryaja Hotels, áður Flugleiðahótel, hafi tekið húsnæði við Hafnarstræti 17-19 á leigu árið 2014. Þegar Covidfaraldurinn stóð sem hæst, frá apríl 2020 fram í nóvembermánuð sama árs, greiddi hótelkeðjan aðeins 20% af umsaminni leigu. Því var borið við að óviðráðanleg ytri atvik, jafnan kennd við hugtakið force majeure, leiddu til þess að ekki bæri að greiða fulla leigu samkvæmt samningnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu árið 2021 að hótelkeðjunni bæri að greiða Suðurhúsum vangoldnu leiguna, enda væri ekkert force majeure ákvæði að finna í samningnum. Enginn tölulegur ágreiningur hafi verið um greiðslurnar, enda hafi Icelandair aðeins greitt 20% af leigunni um hríð. Þessari niðurstöðu undi hótelkeðjan ekki og áfrýjaði til Landsréttar. Í nýbirtum dómi réttarins kröfðust Beryaja Hotels og Icelandair Group þess að vera sýknaðir af öllum kröfum Suðurhúss. Til vara að kröfur yrðu lækkaðar verulega. Mikið tap var á rekstri hótelkeðjunnar vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 og var hótelinu, Reykjavík Konsúlat, lokað vegna faraldursins. Aftur var byggt á reglunni um ófyrirsjáanleg og óviðráðanleg ytri atvik, force majeure, enda hafi efndir verið ómögulegar vegna Covid. Suðurhús var ósammála málsástæðunni og sagði fjárskort ekki þýða að menn gætu sleppt því að borga leigu. Því var Landsréttur sammála, enda meginregla kröfuréttar að fjárskortur leysi menn ekki undan slíkum skuldbindingum. Beryaja notið góðs af mótvægisaðgerðum Landsréttur taldi að kórónuveirufaraldurinn hafi falið í sér force majeure aðstæður, enda hafi verið um ófyrirsjáanlegan og óviðráðanlegan atburð að ræða. Það þýði þó ekki að greiðsla hótelkeðjunnar samkvæmt samningnum falli niður. Þá var einnig talið að ekki væru efni til þess að leggja endanlegu áhættu faraldursins á leigusala. Berjaya hefði notið góðs af ýmsum mótvægisaðgerðum stjórnvalda og Suðurhús hafi lagt út kostnað við öflun og rekstur leiguhúsnæðisins í Hafnarstræti. Komist var að þeirri niðurstöðu að Beryaja Hotels og Icelandair Group bæri sameiginlega að greiða 109 milljónir króna, en Icelandair Group bæri eitt ábyrgð á greiðslu tæpra 137 milljóna vegna vangoldinnar húsaleigu. Munurinn á fjárhæð í dómi héraðsdóms og Landsréttar skýrist af því að Landsréttur taldi rétt að greiða bæri dráttarvexti frá því í september 2021, ekki frá því í apríl eins og hérðasdómur hafði gert.
Dómsmál Icelandair Reykjavík Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira