Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2023 19:20 Allt frá því útlendingalög voru sett árið 2016 hafa innaríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins gert fimm tilraunir til að koma breytingum á því í gegnum aðra umræðu á Alþingi. Jóni Gunnarssyni tókst það loksins í dag með stuðningi stjórnarflokkanna og þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins. Stöð 2/Arnar Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum var samþykkt í dag að lokinni annarri umræðu á Alþingi, eftir ríflega hundrað klukkustunda umræður. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Atkvæðagreiðslan stóð yfir í rétt rúmar þrjár klukkustundir. Það voru nánast greidd atkvæði sérstaklega um hverja einustu grein, stundum með nafnakalli, þar sem fjöldi þingmanna gerði grein fyrir atkvæði sínu. Það hafa verið miklar tilfinningar í þessu umdeilda máli, og hér á eftir sjáum við meðal annars þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur þingmanni Samfylkingarinnar var nóg boðið undir ræðu dómsmálaráðherra og strunsaði úr þingsal og skellti hurðinni með miklum hvelli á eftir sér. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar strunsaði úr þingsal undir ræðu dómsmálaráðherra og skellti hurðinni á eftir sér með háum hvelli.Stöð 2/Arnar „Velsældin getur gert fólk svo forréttindablint að það sér ekki mannréttindabrotin, það les ekki umsagnirnar, það hlustar ekki, það heyrir ekki. Það vill ekki vita í hvaða heimi það býr,“ sagði Þórunn. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hæddi Viðreisn fyrir að sækja stefnu sína til Evrópusambandsins og uppskar frammíkall frá Hönnu Katrínu Friðriksson þingflokksformanni flokksins. „Það sama á við um Samfylkinguna … - Frammíkall: Reyndu nú einu sinni að fara með rétt mál - það sama á við um Samfylkinguna, virðulegur forseti, sem segist vera eldrauð gegn þessu máli. En það veit svo sem enginn hvert þau stefna lengur í þessum málum frekar en öðrum,“ sagði Jón en undir þessum orðum hans rauk Þórunn Sveinbjarnardóttir á dyr og skellti hurðinni svo fast á eftir þér að það glumdi í þingsalnum. Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur farið framarlega í andstöðunni við frumvarpið. Hún kom oft upp við atkvæðagreiðslu um einstakar greinar og sagði þetta meðal annars um 6. Greinina. „Þetta er bara algerlega óúthugsað eins og annað í þessu frumvarpi. Ég segi nei.“ Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur verið mjög áberandi í andstöðu þingmanna við frumvarpið.Stöð 2/Arnar Óttast um afdrif flóttamanna sem fá synjun Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar hefur varið frumvarpið sem talsmaður meirihluta nefndarinnar. Hún sagði þetta um 6. greinina. „Í þessum tilfellum er um að ræða aðila sem hafa fengið synjun. Ber þar af leiðandi að víkja brott af landinu.“ Lenya Rún Taha Karim þingmaður Pírata var ekki á sama máli. „Aðgerðin sem var beitt gegn Palestínumönnunum fyrir tveimur árum, þar sem þeim var hent út á götuna og komist síðan að því að þetta var ólögmætt; það er verið að lögfesta það núna, þið eruð að samþykkja það núna. Ég segi nei,“ Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim þingmaður Pírata segir að verið væri að lögbinda aðfarirnar gegn hópi Palestínumanna sem úrskurðaðar hafi verið ólöglegar.Stöð 2/Arnar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Hér er ríkið að svipta ákveðinn hóp fólks algerlega réttindum á borð við húsnæði, fæði og heilbrigðisþjónustu. Þetta eru bæði vanhugsaðar og óframkvæmanlegar tillögur,“ sagði Logi. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt. Þetta er alveg án alls vafa dapurlegasta ákvæðið sem hér á að lögfesta í þessari svörtu atkvæðagreiðslu sem fram fer hér í dag,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Þetta var fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að fá fram breytingar á útlendingalögum. Að lokinni annarri umræðu var það samþykkt með atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna og þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar greiddu allir atkvæði gegn því. Frumvörp fara yfirleitt ekki aftur til nefndar að lokinni annarri umræðu. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar sagt að gera þurfi „ýmsar lagfæringar“ á frumvarpinu og því fer það aftur til nefndar áður en það kemur síðan til þriðju og lokaumræðu. Frumvarpið verður því væntanlega fljótlega að lögum. Ráðherra segir samþykktina mikinn áfanga Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segist líta á samþykkt frumvarpsins sem mikinn áfanga í málefnum hælisleitenda of flóttafólks. Staðan í málaflokknum væri alvarleg. „Við sjáum hvernig þetta ár fer af stað. Við vorum með metfjölda flóttafólks í fyrra og við erum komin með sex, sjö hundruð, held ég, nú þegar á þessu ári. Þetta stefnir í að fara umtalsvert fram úr því sem var í fyrra,“ sagði Jón í fréttum Stöðvar 2. „Við verðum að bregðast við þessu. Þessi löggjöf er þáttur í því og þetta er mikill áfangi.“ Varðandi það að frumvarpið hafi verið kallað ómannúðlegt segist Jón hafa haft orð á því að í frumvarpinu sé skjaldborg slegið um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn. Enginn afsláttur sé gefinn á mannúð í því sambandi. Hann sagði það þó rétt að frumvarpið muni auka á skilvirkni þess að vísa fólki úr landi sem hefur fengið málsmeðferð hér á landi og fengið synjun hjá Útlendingastofnun. „Við sjáum ekki ástæðu til að það sé á framfæri skattgreiðenda.“ Jón sagðist ekki óttast að frumvarpið verði til þess að fólk endi allslaust á götunni. „Alls ekki. Vegna þess að þetta fólk á að fara úr landi innan þrjátíu daga. Ef það er í landinu áfram, þá er það í ólögmætri dvöl og þá verður auðvitað að brottvísa því með einhverjum skilvirkari hætti.“ Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31 Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. 2. febrúar 2023 06:17 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Atkvæðagreiðslan stóð yfir í rétt rúmar þrjár klukkustundir. Það voru nánast greidd atkvæði sérstaklega um hverja einustu grein, stundum með nafnakalli, þar sem fjöldi þingmanna gerði grein fyrir atkvæði sínu. Það hafa verið miklar tilfinningar í þessu umdeilda máli, og hér á eftir sjáum við meðal annars þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur þingmanni Samfylkingarinnar var nóg boðið undir ræðu dómsmálaráðherra og strunsaði úr þingsal og skellti hurðinni með miklum hvelli á eftir sér. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar strunsaði úr þingsal undir ræðu dómsmálaráðherra og skellti hurðinni á eftir sér með háum hvelli.Stöð 2/Arnar „Velsældin getur gert fólk svo forréttindablint að það sér ekki mannréttindabrotin, það les ekki umsagnirnar, það hlustar ekki, það heyrir ekki. Það vill ekki vita í hvaða heimi það býr,“ sagði Þórunn. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hæddi Viðreisn fyrir að sækja stefnu sína til Evrópusambandsins og uppskar frammíkall frá Hönnu Katrínu Friðriksson þingflokksformanni flokksins. „Það sama á við um Samfylkinguna … - Frammíkall: Reyndu nú einu sinni að fara með rétt mál - það sama á við um Samfylkinguna, virðulegur forseti, sem segist vera eldrauð gegn þessu máli. En það veit svo sem enginn hvert þau stefna lengur í þessum málum frekar en öðrum,“ sagði Jón en undir þessum orðum hans rauk Þórunn Sveinbjarnardóttir á dyr og skellti hurðinni svo fast á eftir þér að það glumdi í þingsalnum. Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur farið framarlega í andstöðunni við frumvarpið. Hún kom oft upp við atkvæðagreiðslu um einstakar greinar og sagði þetta meðal annars um 6. Greinina. „Þetta er bara algerlega óúthugsað eins og annað í þessu frumvarpi. Ég segi nei.“ Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur verið mjög áberandi í andstöðu þingmanna við frumvarpið.Stöð 2/Arnar Óttast um afdrif flóttamanna sem fá synjun Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar hefur varið frumvarpið sem talsmaður meirihluta nefndarinnar. Hún sagði þetta um 6. greinina. „Í þessum tilfellum er um að ræða aðila sem hafa fengið synjun. Ber þar af leiðandi að víkja brott af landinu.“ Lenya Rún Taha Karim þingmaður Pírata var ekki á sama máli. „Aðgerðin sem var beitt gegn Palestínumönnunum fyrir tveimur árum, þar sem þeim var hent út á götuna og komist síðan að því að þetta var ólögmætt; það er verið að lögfesta það núna, þið eruð að samþykkja það núna. Ég segi nei,“ Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim þingmaður Pírata segir að verið væri að lögbinda aðfarirnar gegn hópi Palestínumanna sem úrskurðaðar hafi verið ólöglegar.Stöð 2/Arnar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Hér er ríkið að svipta ákveðinn hóp fólks algerlega réttindum á borð við húsnæði, fæði og heilbrigðisþjónustu. Þetta eru bæði vanhugsaðar og óframkvæmanlegar tillögur,“ sagði Logi. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt. Þetta er alveg án alls vafa dapurlegasta ákvæðið sem hér á að lögfesta í þessari svörtu atkvæðagreiðslu sem fram fer hér í dag,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Þetta var fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að fá fram breytingar á útlendingalögum. Að lokinni annarri umræðu var það samþykkt með atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna og þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar greiddu allir atkvæði gegn því. Frumvörp fara yfirleitt ekki aftur til nefndar að lokinni annarri umræðu. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar sagt að gera þurfi „ýmsar lagfæringar“ á frumvarpinu og því fer það aftur til nefndar áður en það kemur síðan til þriðju og lokaumræðu. Frumvarpið verður því væntanlega fljótlega að lögum. Ráðherra segir samþykktina mikinn áfanga Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segist líta á samþykkt frumvarpsins sem mikinn áfanga í málefnum hælisleitenda of flóttafólks. Staðan í málaflokknum væri alvarleg. „Við sjáum hvernig þetta ár fer af stað. Við vorum með metfjölda flóttafólks í fyrra og við erum komin með sex, sjö hundruð, held ég, nú þegar á þessu ári. Þetta stefnir í að fara umtalsvert fram úr því sem var í fyrra,“ sagði Jón í fréttum Stöðvar 2. „Við verðum að bregðast við þessu. Þessi löggjöf er þáttur í því og þetta er mikill áfangi.“ Varðandi það að frumvarpið hafi verið kallað ómannúðlegt segist Jón hafa haft orð á því að í frumvarpinu sé skjaldborg slegið um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn. Enginn afsláttur sé gefinn á mannúð í því sambandi. Hann sagði það þó rétt að frumvarpið muni auka á skilvirkni þess að vísa fólki úr landi sem hefur fengið málsmeðferð hér á landi og fengið synjun hjá Útlendingastofnun. „Við sjáum ekki ástæðu til að það sé á framfæri skattgreiðenda.“ Jón sagðist ekki óttast að frumvarpið verði til þess að fólk endi allslaust á götunni. „Alls ekki. Vegna þess að þetta fólk á að fara úr landi innan þrjátíu daga. Ef það er í landinu áfram, þá er það í ólögmætri dvöl og þá verður auðvitað að brottvísa því með einhverjum skilvirkari hætti.“
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31 Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. 2. febrúar 2023 06:17 Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35 Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. 8. febrúar 2023 17:31
Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir. 2. febrúar 2023 06:17
Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 1. febrúar 2023 18:35
Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54