Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 08:58 Mangushev hélt því fram að hann hefði fengið hugmyndina að því að nota Z sem tákn fyrir Rússa í Úkraínu. Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. Mangushev fór fyrir hersveit í Luhansk sem hafði það verkefni að skjóta niður dróna. Áður hafði hann verið meðal stofnenda málamiðlahóps sem barðist gegn Úkraínuher árið 2014, sama ár og Rússar hernámu Krímskaga. Málaliðaforinginn komst í fréttirnar í ágúst í fyrra þegar hann birtist á myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfuðkúpu manns á sviði, sem hann sagði hafa verið meðal þeirra Úkraínumanna sem vörðust í Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól. Mangushev sagði Rússa ekki í stríði við fólk heldur vegna hugmyndarinnar um Úkraínu sem ríki á móti Rússlandi. Þá skipti engu máli hversu margir Úkraínumenn féllu í átökunum. Vitað er að Mangushev starfaði um tíma við hlið Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-málaliðahópsins, sem pólitískur ráðgjafi. Annar öfga þjóðernissinni, Pavel Gubarev, segir alla vita hver ber ábyrgð á dauða Mangushev og bendir í þessu samhengi á að ekkert hafi heyrst frá Prigozhin. BBC hefur eftir Mark Galeotti, sérfræðingi í málefnum Rússlands, að morðið á Mangushev sé til marks um að landið sé að hverfa aftur til aðferðafræði 10. áratugar síðustu aldar, þegar „morð voru viðskiptataktík og línurnar á milli stjórnmála, viðskipta, glæpa og stríðsátaka voru næstum merkingarlaus“. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Mangushev fór fyrir hersveit í Luhansk sem hafði það verkefni að skjóta niður dróna. Áður hafði hann verið meðal stofnenda málamiðlahóps sem barðist gegn Úkraínuher árið 2014, sama ár og Rússar hernámu Krímskaga. Málaliðaforinginn komst í fréttirnar í ágúst í fyrra þegar hann birtist á myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfuðkúpu manns á sviði, sem hann sagði hafa verið meðal þeirra Úkraínumanna sem vörðust í Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól. Mangushev sagði Rússa ekki í stríði við fólk heldur vegna hugmyndarinnar um Úkraínu sem ríki á móti Rússlandi. Þá skipti engu máli hversu margir Úkraínumenn féllu í átökunum. Vitað er að Mangushev starfaði um tíma við hlið Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-málaliðahópsins, sem pólitískur ráðgjafi. Annar öfga þjóðernissinni, Pavel Gubarev, segir alla vita hver ber ábyrgð á dauða Mangushev og bendir í þessu samhengi á að ekkert hafi heyrst frá Prigozhin. BBC hefur eftir Mark Galeotti, sérfræðingi í málefnum Rússlands, að morðið á Mangushev sé til marks um að landið sé að hverfa aftur til aðferðafræði 10. áratugar síðustu aldar, þegar „morð voru viðskiptataktík og línurnar á milli stjórnmála, viðskipta, glæpa og stríðsátaka voru næstum merkingarlaus“.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira