Mál Guðjóns vopnasala og fleiri fara mögulega aftur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 07:21 Vopn sem lögregla lagði hald á við rannsókn hryðjuverkamálsins. Vísir/Vilhelm „Það er enn opið og ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um mál Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, og annarra einstaklinga vegna gruns um brot á vopnalögum. Frá þessu greinir Fréttablaðið. Um er að ræða mál sem komu upp við rannsókn meintrar skipulagningar hryðjuverkabrota, sem Sindri Freyr Birgisson og Ísidór Nathansson voru grunaðir um. Við skýrslutöku greindu þeir frá því að þeir hefðu fengið hálfsjálfvirkan Colt-riffil hjá Guðjóni og að hann hefði keypt af þeim þrívíddarprentað skotvopn. Guðjón er vopnasali og -safnari. Skýrsla var tekinn af Guðjóni í kjölfarið en hann sagðist ekkert kannast við mennina. Þá sagði hann: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni.“ Dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn Guðjóns kom upp við rannsókn málsins. Við húsleit á heimili Guðjóns fannst á fjórða tug vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir. Ólafur segir málið enn opið og að hluti meintra vopnalagabrota fari að öllum líkindum aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi forræði yfir rannsókn og ákæru vopnalagabrota. Nokkrir eru grunaðir. „Þegar þetta kemur hingað var óljóst hvernig eða hvort þetta tengdist og svo er þetta rannsakað og þetta er ekki hluti af efnisákærunni sem var að enda gefin út í hryðjuverkamálinu,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólafi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglumál Tengdar fréttir „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið. Um er að ræða mál sem komu upp við rannsókn meintrar skipulagningar hryðjuverkabrota, sem Sindri Freyr Birgisson og Ísidór Nathansson voru grunaðir um. Við skýrslutöku greindu þeir frá því að þeir hefðu fengið hálfsjálfvirkan Colt-riffil hjá Guðjóni og að hann hefði keypt af þeim þrívíddarprentað skotvopn. Guðjón er vopnasali og -safnari. Skýrsla var tekinn af Guðjóni í kjölfarið en hann sagðist ekkert kannast við mennina. Þá sagði hann: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni.“ Dóttir Guðjóns, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn Guðjóns kom upp við rannsókn málsins. Við húsleit á heimili Guðjóns fannst á fjórða tug vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir. Ólafur segir málið enn opið og að hluti meintra vopnalagabrota fari að öllum líkindum aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi forræði yfir rannsókn og ákæru vopnalagabrota. Nokkrir eru grunaðir. „Þegar þetta kemur hingað var óljóst hvernig eða hvort þetta tengdist og svo er þetta rannsakað og þetta er ekki hluti af efnisákærunni sem var að enda gefin út í hryðjuverkamálinu,“ hefur Fréttablaðið eftir Ólafi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglumál Tengdar fréttir „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09
Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22