Stálhnefar og silkihanskar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 8. febrúar 2023 17:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun