Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Guðbrandur Einarsson skrifar 8. febrúar 2023 12:31 Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Inni á sjúkrastofnunum liggja hundruð aldraðra einstaklinga sem í raun ættu og þyrftu að vera í annars konar úrræði. Dvöl á hjúkrunarheimili er það úræði sem aldraðir einstaklingar ættu eiga rétt á þegar sú staða er komin upp, að viðkomandi getur ekki dvalið heima. Það úrræði er að talsvert ódýrara en dvöl á sjúkrastofnun og er um leið talsvert vistlegra og heimilislegra en að dvelja i kuldalegu herbergi á sjúkrahúsi. Hvers vegna ekki verið komið í veg fyrir að þessi staða kæmi upp og hvers vegna ekki sé verið að gera allt til þess að breyta þessari stöðu er í mínum huga illskiljanlegt, þar sem það hefði í för með sér verulega hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er vanþörf á. Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður Framkvæmdasjóður aldraðra var settur á laggirnar á sínum tíma til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og sjóðurinn fjármagnaður með sérstökum nefskatti. Hefðu þeir fjármunir sem runnið hafa til sjóðsins allir verið nýttir til uppbyggingar hjúkrunarheimila væri staðan allt önnur. Heimild var gefin til þess að nýta hluta þess fjármagns sem hefur runnið til sjóðsins í beinan rekstur og það er m.a. ástæðan fyrir þessari bágu stöðu. Það blasir því við æpandi þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land. Svo er hitt að uppbygging á vegum ríkisins á sér því miður stað á hraða snigilsins. Sem dæmi vil ég nefna að skrifað var undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ í febrúar 2019 eða fyrir fjórum árum síðan og nú, að fjórum árum liðnum, eru framkvæmdir enn ekki hafnar. Landspítalinn fullfjármagnaður? Fjármálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að Landspítalinn sé fullfjármagnaður en er það svo? Hvers vegna er þá gjörgæslan í þessari stöðu? Hvers vegna þarftu að bíða í mörg ár eftir að komast í nauðsynlega aðgerð eins og augasteinaskipti eða liðskiptaaðgerðir. Er það merki um að spítalinn sé fullfjármagnaður að ekki er verið að gera ráð fyrir auknu fjármagni í ný og betri lyf. Vanfjármagnað heilbrigðiskerfi Því miður er að svo að hvert sem litið er þá blasir við sú staðreynd að íslenskt heilbrigðiskerfi er í raun vanfjármagnað og fyrir það líður fjöldi fólks. Sú afsökun að ekki fáist starfsfólk dugar ekki til að réttlæta stöðuna því þar sem greidd eru góð laun og aðbúnaður er góður skortir ekki starfsfólk. Að börn fái ekki þjónustu við hæfi er ekki forsvaranlegt og því þarf að breyta. Til þess að það gerist þá þarf ríkisstjórnin að láta af þeirri afneitun sinni um að fullfjármögnun aldrei getur orðið. Nú er rétti tíminn fyrir betri forgangsröðun og að þarfir almennings séu settar í fyrsta sæti Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun