„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Matas Pranckevicus kom til Hauka fyrir tímabilið en hefur ekki náð að standa undir væntingum í marki liðsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira