Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2023 10:13 Sólveig og félagar í Eflingu eru ekki sátt með framgöngu Aðalsteins í deilunni. Vísir/Vilhelm Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira