Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34