Skjóti skökku við að tefla fram „karlastétt með frekar há laun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 22:00 Konráð Guðjónsson er efnahagsráðgjafi SA. Vísir/Ívar Fannar Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni. Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira