Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þá fjöllum við um vosnkuveður sem riðið hefur yfir landsbyggðina en óvissustigi Almannavarna var aflétt á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag. Kvikmyndatökur á Dalvík voru taldar í hættu en betur fór en á horfðist.
Eins fjöllum við um rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem nú er lokið.
Við verðum í beinni frá IKEA þar sem bolludagsbollur eru komnar í sölu þrátt fyrir að þrjár vikur séu í stóra daginn, auk þess sem við tökum hús á pari sem fékk sér húðflúr af Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, tvíeykinu Tvíhöfða, á tvíhöfðana.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.