Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 12:26 Til vinstri eru kallar framleiddir af gervigreind sem eru að vinna að vefsíðugerð. Til hægri er Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Advania. Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. Eftir ansi stutt ferli fór ný auglýsingaherferð tæknifyrirtækisins Advania fór í loftið á fimmtudaginn. Vinna við herferðina hófst á mánudaginn en með gervigreind var hægt að framleiða allt efni á mun fljótlegri og ódýrari máta. Ein af þeim myndum sem gervigreindin framleiddi. Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Advania, segir í samtali við fréttastofu að hugmyndin hafi kraumað í kolli starfsmanna frekar lengi. Á föstudaginn í þar síðustu viku var síðan ákveðið að keyra á þetta. „Umræðan hefur aukist um alls konar gervigreind í myndvinnslu, textagerð og fleira, þannig okkur datt í hug að skoða hversu langt við komumst með gervigreindina í að framleiða markaðsherferð. Þetta tók tæpa viku. Hugmyndin kviknaði í alvöru á föstudaginn í þar síðustu viku og svo byrjuðum við á mánudaginn. Við keyrðum þetta allt út síðan á fimmtudegi,“ segir Auður. Fjallað hefur verið ítarlega um möguleika gervigreindar hér á Vísi, meðal annars þegar kemur að textaskrifum og myndvinnslu. Möguleikinn á að gera heimanám með gervigreind hefur verið skoðaður og samdi gervigreind kynningartexta fyrir þáttinn Ísland í dag á dögunum. Nokkur forrit notuð Til þess að framleiða herferðina notaðist Advania við nokkrar gerðir gervigreindar. ChatGPT til að smíða texta, MidJourny og Dall-e til að gera myndir og síðan Smartly til að koma öllu saman. „Við spurðum ChatGPT, hvað er Advania, hvað gerir Advania, hvernig snertir Advania líf fólks. Þetta var bara nokkuð „spot on“. Þannig við báðum hann um að skrifa söluræðu. Við fengum þá texta sem lýsti hvað við værum að gera til þess að hjálpa fólki með upplýsingatækni. Svo reyndum við að þýða þetta yfir á hið ylhýra en stundum kom þetta smá kómískt út. En það er hægt að þjálfa þetta betur,“ segir Auður. Útkoman í ChatGPT var eftirfarandi: Við erum með þér í ráðningaferlinu Við erum með þér í greiningu gagna Við erum með þér í skýinu Við erum með þér í öryggismálum Við erum með þér í fjarvinnunni Við erum með þér í samþættingu kerfa Við erum með þér í vefsíðu gerð Við erum með þér í rekstri tölvukerfa Íslenskur þjarkur Þessar útkomur voru síðan notaðar í auglýsingar og paraðar saman við myndir sem gervigreind hafði einnig framleitt. En myndir og texti var ekki nóg heldur þarf rödd til að lesa textann. „Við nutum liðsemi Gunnars hjá Microsoft. Það er þjarkur sem talar íslensku. það er smá óhugnanlegt hvað það kom vel út. Við þurftum smá að kenna honum, til dæmis hvernig eigi að bera fram Advania. Svo notuðum við gervigreind í að deila efninu á miðla,“ segir Auður. Þrátt fyrir mikla getu gervigreindarinnar í þessu verkefni getur hún alls ekki gert allt og þurfti aðstoð við ýmsa hluti. Þá voru sumar af myndunum sem framleiddar voru ekki góðar en að sögn Auðar verða þær einnig birtar seinna meir. Nánar má lesa um verkefnið hér. Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eftir ansi stutt ferli fór ný auglýsingaherferð tæknifyrirtækisins Advania fór í loftið á fimmtudaginn. Vinna við herferðina hófst á mánudaginn en með gervigreind var hægt að framleiða allt efni á mun fljótlegri og ódýrari máta. Ein af þeim myndum sem gervigreindin framleiddi. Auður Inga Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála Advania, segir í samtali við fréttastofu að hugmyndin hafi kraumað í kolli starfsmanna frekar lengi. Á föstudaginn í þar síðustu viku var síðan ákveðið að keyra á þetta. „Umræðan hefur aukist um alls konar gervigreind í myndvinnslu, textagerð og fleira, þannig okkur datt í hug að skoða hversu langt við komumst með gervigreindina í að framleiða markaðsherferð. Þetta tók tæpa viku. Hugmyndin kviknaði í alvöru á föstudaginn í þar síðustu viku og svo byrjuðum við á mánudaginn. Við keyrðum þetta allt út síðan á fimmtudegi,“ segir Auður. Fjallað hefur verið ítarlega um möguleika gervigreindar hér á Vísi, meðal annars þegar kemur að textaskrifum og myndvinnslu. Möguleikinn á að gera heimanám með gervigreind hefur verið skoðaður og samdi gervigreind kynningartexta fyrir þáttinn Ísland í dag á dögunum. Nokkur forrit notuð Til þess að framleiða herferðina notaðist Advania við nokkrar gerðir gervigreindar. ChatGPT til að smíða texta, MidJourny og Dall-e til að gera myndir og síðan Smartly til að koma öllu saman. „Við spurðum ChatGPT, hvað er Advania, hvað gerir Advania, hvernig snertir Advania líf fólks. Þetta var bara nokkuð „spot on“. Þannig við báðum hann um að skrifa söluræðu. Við fengum þá texta sem lýsti hvað við værum að gera til þess að hjálpa fólki með upplýsingatækni. Svo reyndum við að þýða þetta yfir á hið ylhýra en stundum kom þetta smá kómískt út. En það er hægt að þjálfa þetta betur,“ segir Auður. Útkoman í ChatGPT var eftirfarandi: Við erum með þér í ráðningaferlinu Við erum með þér í greiningu gagna Við erum með þér í skýinu Við erum með þér í öryggismálum Við erum með þér í fjarvinnunni Við erum með þér í samþættingu kerfa Við erum með þér í vefsíðu gerð Við erum með þér í rekstri tölvukerfa Íslenskur þjarkur Þessar útkomur voru síðan notaðar í auglýsingar og paraðar saman við myndir sem gervigreind hafði einnig framleitt. En myndir og texti var ekki nóg heldur þarf rödd til að lesa textann. „Við nutum liðsemi Gunnars hjá Microsoft. Það er þjarkur sem talar íslensku. það er smá óhugnanlegt hvað það kom vel út. Við þurftum smá að kenna honum, til dæmis hvernig eigi að bera fram Advania. Svo notuðum við gervigreind í að deila efninu á miðla,“ segir Auður. Þrátt fyrir mikla getu gervigreindarinnar í þessu verkefni getur hún alls ekki gert allt og þurfti aðstoð við ýmsa hluti. Þá voru sumar af myndunum sem framleiddar voru ekki góðar en að sögn Auðar verða þær einnig birtar seinna meir. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Er höfundur Njálu handan við hornið? Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. 4. febrúar 2023 15:00
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59
Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. 11. desember 2022 10:30