Musharraf komst til valda í Pakistan árið 1999 í valdaránstilraun hersins. Tveimur árum seinna var hann gerður að forseta landsins og gegndi embættinu allt til ársins 2008 þegar hann tapaði í kosningum fyrir Asif Ali Zardari.
Hann flúði land sex mánuðum eftir tapið en sneri aftur fimm árum síðar til þess að bjóða sig aftur fram til forseta. Það gekk ekki því hann var handtekinn og ákærður fyrir landráð. Upp úr því hófust löng málaferli en forsetanum tókst að flytja til Dúbaí árið 2016.
Hann var dæmdur til dauða árið 2019 en einungis mánuði síðar var dómnum áfrýjað og hann ógiltur. Honum var bannað að snúa aftur til Pakistan eftir það. Hann bjó í Dúbaí allt þar til hann lést í morgun á spítala. Lík hans verður flutt til Pakistan og grafið þar.