Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabbameinstilfelli sé sláandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 21:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Íslendinga eiga eftir að ganga í gegnum öldrun þjóðarinnar líkt og önnur lönd hafa gert. Vísir/Ívar Fannar Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira