Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 4. febrúar 2023 09:01 Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun