Spá að krabbameinum fjölgi um 52 prósent á Íslandi á næstu sautján árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 15:45 Mikilli fjölgun krabbameinstilfella er spáð til ársins 2040. Vísir/Vilhelm Því er spáð að krabbameinstilvikum fjölgi um 52 prósent á Íslandi til ársins 2040. Það er mun meiri fjölgun en annars staðar í Evrópu, þar sem því er spáð að tilvikum fjölgi um 21 prósent á sama tíma.Krabbameinsfélagið segir breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar spila þarna lykilhlutverk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira